top of page

Í samfélaginu okkar býr allskonar fólk. Prófið þið að horfa í kringum ykkur, það er enginn eins. Þó að einhver sé ólíkur manni sjálfum þá þýðir það ekki að hann sé skrítinn.

Nemó er ótrúlega hugrakkur trúðfiskur. Eins og þið sjáið á myndinni þá er annar ugginn hans minni en hinn og var hann því ólíkur hinum trúðfiskunum. Útaf annar ugginn var minni en hinn þá er hann aðeins lengur að synda. Ugginn breytir því samt ekki hvað Nemó er hugrakkur.

Dóra er ólík Nemó, eins og þið sjáið þá eru allir uggar jafn stórir á henni. Hún Dóra á ekki í erfiðleikum með að synda hratt en henni finnst rosalega erfitt að muna hvað hún er að gera, ef hún sér eitthvað sem henni finnst spennandi þá fer hún í burtu til að skoða það!

Dóra og Nemó eru mjög ólík en ótrúlega góðir vinir. Þau taka hvort öðru alveg eins og þau eru. Þau horfa ekki á það sem þau eru ekki góð í eða hversu ólík þau eru. Þau eru bara vinir.

Tumi tígur er ótrúlega skemmtilegur. Tumi getur verið algjör stríðnispúki en hann hættir að stríða ef honum er sagt að sá sem hann er að stríða þyki það leiðinlegt. Hann fattar oft ekki hvað gerist þegar hann er að stríða. Hann gleymir að hugsa áður en hann gerir hlutina og fattar eftir á að hann hefði getað gert betur. Honum líður best á hreyfingu og þætti mjög erfitt að mega ekki hlaupa á göngunum í skólanum.

Gríslingur er mjög rólegur og gerir ekkert nema hann viti alveg pottþétt hvað hann er að fara að gera. Hann hugsar því mjög mikið út í það sem hann ætlar að gera áður en hann gerir það. Honum finnst mjög erfitt að vita ekki hvað er gerist næst og finnst líka erfitt að ákveða hvað hann eigi að gera. Hann er mjög góður vinur og hugsar vel um vini sína.

Gríslingur og Tumi eru mjög góðir vinir, þeir þurfa oft að aðstoða hvern annan með það sem þeim finnst erfitt. Það gengur vel því það sem Tuma finnst erfitt finnst Gríslingi auðvelt. Þannig er margbreytileikinn frábær!

bottom of page