top of page

Hvernig erum við eins?

Við erum öll góð í einhverju.

Við erum léleg í einhverju.

Við getum öll orðið leið.

Við getum öll orðið glöð.

Við erum öll manneskjur.

 

Hvernig erum við ólík?

Sumum finnst eitthvað ótrúlega erfitt sem öðrum finnst mjög auðvelt. Til dæmis að sitja í tíma, vera í frímínútum, spila fótbolta, vera í matsalnum eða eignast vini.

Einhverjum finnst sumt mjög auðvelt sem öðrum finnst mjög erfitt. Til dæmis að reikna, tala útlensku, leika við krakka eða kubba í legó.

Sumum finnst erfitt að vera þar sem eru mikil læti. En öðrum líður vel að vera í miklum hávaða.

 

 

Hérna eru gullkorn sem allir þurfa að læra

  • Þú þarf ekki að vera hræddur þótt einhver sé ólíkur þér.

  • Ekki ákveða að einhver geti ekki eitthvað útaf því að hann er ekki eins og þú.

Það sem skiptir mestu máli er að muna að við erum öll jafn mikilvæg þó við séum ólík.

 

Regla sem allir þurfa að kunna: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Þessi regla er jafn mikilvæga og muna að bursta tennurnar!

 

bottom of page